Skapandi sumarstörf – listrænar og skapandi uppákomur

Fréttir

Í sumar býðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-20 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fá tækifæri til að starfa í sumar við að sinna verkefnum og lífga upp á mannlífið í miðbænum og gleðja ferðamenn og íbúa með alls kyns uppátækjum. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí

Í sumar býðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-20 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fá tækifæri til að starfa í sumar við að sinna verkefnum og lífga upp á mannlífið í miðbænum og gleðja ferðamenn og íbúa með alls kyns uppátækjum. Umsækjendur þurfa að vera fæddir árið 1997-1999 og hafa lögheimili í Hafnarfirði. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfsfólki skapandi sumarstarfa sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin þurfa að vera fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða.  Auk rafrænnar umsóknar um skapandi sumarstarf þarf að skila með greinagerð þar sem fram koma eftirfarandi upplýsingar:

  • Greinargóð lýsing á verkefninu, umfangi þess og markmiðum
  • Tíma- og verkáætlun
  • Fjárhagsáætlun
  • Upplýsingar um alla aðstandendur verkefnisins og tilgreindur einn tengiliður verkefnisins

Hæfniskröfur

Við val á verkefnum verður meðal annars tekið tillit til raunhæfni og frumleika verkefnisins, fjárhagsáætlunar, fjölbreytni verkefna, kynjahlutfalli umsækjenda og gæði umsókna. Gerður verður samningur um fyrirkomulag verkefnis við viðkomandi umsækjendur sem valdir verða. Áætlað er að um 1-2 hópar eða allt að 10 einstaklingar fái tækifæri til að taka þátt í verkefninu í ár. Formaður íþrótta- og tómstundanefndar og forstöðumenn Vinnuskóla sitja í valnefnd. Valnefnd skilar niðurstöðum fyrir 1. júní.

Ábendingagátt