Skarðshlíð 2.áfangi – endurtekin

Fréttir

Deiliskipulagsbreyting

Auglýsing vegna skilmálabreytinga deiliskipulags Skarðshlíðar 2. áfanga er endurtekin.

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 26. júní 2018 breytingar, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á skilmálum deiliskipulags Skarðshlíðar 2. áfanga.

Breytingar skilmálanna snúa að gólfkóta einbýlishúss við Hádegisskarð 11 og parhúsa við Hádegisskarð nr. 3-5, 7-9 og 13-15. Vikmörk frá uppgefnum hæðarkóta er tilgreindur í kafla 4.2. Gerð er breyting á töflu í kafla

4.3, bætt er við heimild til að nýta hæðarmun í landi í kafla 4.9 og í kafla 5.1. er bætt inn ákvæði er snertir þakrennur. Breytt lega göngubrautar við Hádegisskarð.  Að öðru leiti haldast skilmálar óbreyttir. Tillögurnar eru til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 26.11.2018 – 07.01.2019.

ATH. Um er að ræða minniháttar breytingar sem hafa einungis áhrif á einstaka lóðir. 

Nánari upplýsingar eru veittar hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu.  Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna. Skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 7. janúar 2019.

Ábendingagátt