Skemmtileg og þroskandi kóraferð

Fréttir

Dagana 24.-29. maí sl. fór spenntur 60 barna hópur í Kór Lækjarskóla á Norbusang. Þar var sungið, tekið þátt í smiðjum þar sem kórfélagar frá Lækjarskóla sóttu kvikmyndaleiksmiðju og indverska tónlistarsmiðju. Kóramótin hófust 1987.

Dagana 24.-29. maí sl. fór spenntur 60 barna hópur í Kór
Lækjarskóla á Norbusang ásamt sex fararstjórum, Ólöfu kórstjóra og Smára meðleikara kórsins. Það var
sungið, tekið þátt í smiðjum þar sem kórfélagar frá Lækjarskóla sóttu
kvikmyndaleiksmiðju og indverska tónlistarsmiðju. Þá voru haldnir sameiginlegir
tónleikar allra kóranna þar sem áhersla var lögð á vináttu og kærleika en einnig sungu
kórarnir sín lög fyrir hver aðra einn daginn.

Vel heppnuð og fróðleg ferð

Að sögn fararstjóra var ferðin mjög vel heppnuð og
skemmtilegir krakkarnir í ferðinni. Þetta hefði verið fróðlegt fyrir þau að
upplifa að fara á samnorrænt kóramót og mikill lærdómur og reynsla sem þau
fengu. Þau stóðu sig líka einstaklega vel á tónleikunum sem þau héldu sérstaklega
líkt og aðrir kórar gerðu sömuleiðis. Kórstjórarnir, Ólöf og Smári, eiga hrós
skilið fyrir starf sitt með kórnum.

 Norbusang – samnorrænt barna-/unglingakóramót

Norbusang er samnorrænt barna-/unglingakóramót sem í ár var
haldið í bænum Os skammt fyrir utan Bergen í Noregi. Þetta er í sjöunda skiptið
sem Lækjarskólakórinn fer á Norbusang og hefur kórinn því heimsótt öll
Norðurlöndin á mótsferðum sínum til þessa. Norbusang er samstarfsverkefni norrænna barnakórasambanda og
hófust kóramótin árið 1987 og hafa verið haldin árlega frá árinu 1991.
Norbusang hefur þrisvar sinnum verið haldin á Íslandi (2000, 2006, 2013) og
verður haldið á Íslandi 2018. Samhliða kóramótunum sjálfum hefur Norbusang
staðið fyrir margvíslegri fræðslu fyrir kórstjóra.

Ábendingagátt