Skínum skært – öll sem eitt í allan vetur

Fréttir

Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós og mikilvægi endurskinsmerkja því ótvírætt. Hafnarfjarðarbær hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til að tryggja að allur útifatnaður sé gæddur góður endurskini. Áhugasamir geta nálgast endurskinsmerki í Bókasafni Hafnarfjarðar og sundlaugum bæjarins meðan birgðir endast.

Endurskinsmerki aðgengileg í sundlaugum og á bókasafni

Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós og mikilvægi endurskinsmerkja því ótvírætt. Hafnarfjarðarbær hvetur Hafnfirðinga til að tryggja að allur útifatnaður sé gæddur góður endurskini – á þetta við bæði fullorðna og börn. Þá annað hvort með áföstu endurskini eða endurskinsmerkjum. Áhugasamir geta nálgast endurskinsmerki í Bókasafni Hafnarfjarðar og sundlaugum bæjarins meðan birgðir endast.

Endurskin eykur öryggi í umferðinni

Öll sex ára börn hafa hin síðustu ár fengið endurskinsmerki að gjöf að hausti frá Heilsubænum Hafnarfirði. Með framtakinu vill Hafnarfjarðarbær minna á mikilvægi endurskins og sýnileika í umferðinni og leggja sitt að mörkum við að auka öryggi barnanna við upphaf grunnskólagöngu þeirra. Foreldrar og forráðamenn allra barna og ungmenna eru hvattir til að tryggja endurskinsnotkun og að passa samhliða upp á eigin endurskin og sýnileika. Best er að hafa endurskinsmerki fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálm. Því meira endurskin á því fleiri stöðum því betra. Skínum skært í vetur!

Ljósmynd: Samgöngustofa

Ábendingagátt