Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21. júní sl. að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 í samræmi við 31. gr. og breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010.

Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, ÍB6

Þann 30. nóvember 2018 var gerð breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar (ÍB6) þar sem fram kom í texta að núverandi hús við Suðurgötu 44 fengi nýtt hlutverk en yfirbragð að mestu látið halda sér. Í þessari breytingu, sem nú er til kynningar, er ákvæði um yfirbragð og hlutverk Suðurgötu fellt út.

Breyting á deiliskipulagi Suðurgötu – Hamarsbrautar vegna Suðurgötu 44

Breytingin felst í að á lóðinni er gert ráð fyrir að núverandi hús verði rifin og í stað þeirra verði byggð 3 hús með 15 misstórum íbúðum. Syðst og nyrst á lóðinni eru 2 hæða einbýlishús en fyrir miðju verður 2-3 hæða L- laga klasahús. Gert er ráð fyrir 17 bílastæðum í bílageymslu og 4 stæðum á lóðinni.

Kynningar- og auglýsingatími er til 27. ágúst nk. Nálgast má tillögurnar á vef skipulagsgáttar – skipulagsgatt.is. Hér fyrir neðan eru tenglar á málin á vef Skipulagsgáttar.

Athugasemdir eða ábendingar skulu berast með rafrænum hætti í gegnum skipulagsgátt eða á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt