Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar að Tinhellu 3-9 í Hafnarfirði á fundi sínum þann 11.05.2023 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Breytingin felur í sér sameiningu lóðanna Tinhellu nr. 3, 5, 7 og 9. Gerður er einn byggingarreitur og bundin byggingarlína er tekin út. Innkeyrslum er fjölgað um eina, fallið er frá kvöð um gegnumakstur og göngustígur færist að lóðarmörkum í suðri.

Kynningartíminn er til  16.08 nk. Tillöguna má nálgast á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar

Athugasemdir eða ábendingar skulu berast með rafrænum hætti í gegnum vef skipulagsgáttar eða á netfangið: skipulag@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt