Breyting á deiliskipulagi, Kapelluhraun 2. áfangi – Álhella 1

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 01.03. 2023 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Álhella 1 í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Kapelluhrauns í Hafnarfirði.

Í deiliskipulagsbreytingunni felst stækkun lóðar, aðkomu að lóð verði hnikað til, jarðvegsmanir verði færðar og lengdar. Gert verði ráð fyrir hljóðvegg innan lóðar meðfram lóðarmörkum Álhellu 1 og 3. Nýtingarhlutfall lóðar verði Nh= 0,4.

Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði Norðurhellu 2, frá 23.03 til 04.05 2023. Einnig er hægt er að kynna sér deiliskipulagstillöguna hér að neðan.

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við breytinguna eigi síðar en 04.05.2023 á netfangið

skipulag@hafnarfjordur.is eða stílaðar á:

Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður

Ábendingagátt