Byggingarfulltrúi veitti byggingarleyfi fyrir byggingu knatthúss og þjónustubyggingu þann 25. janúar 2023, í samræmi við byggingareglugerð nr. 112/2012. Leyfisveitingin var kærð og krafist ógildingar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp úrskurð, 6. júlí sl., um að hafna kröfu um ógildingu byggingarleyfis fyrir knatthúsi og þjónustubyggingum á Ásvöllum.

Byggingarleyfi og greinargerð byggingarfulltrúa er aðgengilegt á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Kærufrestur er skv. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Byggingarfulltrúinn í Hafnarfirði

Ábendingagátt