Endurskoðun á deiliskipulagi Setbergs

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 18. janúar sl. að auglýsa skipulagslýsingu vegna endurskoðunar á deiliskipulagi Setbergs.

Tilgangur endurskoðunar þessarar er að huga að heildstæðu hverfisskipulagi, samantekt síðari deiliskipulagsbreytinga og meta hvernig megi bregðast við breyttum áherslum samtímans án þess að raska heildarsvipmóti hverfisins.

Skipulagslýsingin verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði Norðurhellu 2, frá 9.3 til 6.4. Einnig er hægt að skoða gögn hér að neðan.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefin kostur á að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eigi síðar en 6.4. nk.

Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður

Fylgiskjöl og hlekkir

Ábendingagátt