Breyting á deiliskipulagi Valla, 6. áfanga vegna Hvannavalla 6

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 23. nóvember sl. að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Á svæði sem áður var endastöð og hringakstur Strætó við Hvannavelli er gert ráð fyrir lóð fyrir parhús á einni hæð.

Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði Norðurhellu 2, frá 6.12.2022. Einnig er hægt að kynna sér tillöguna hér að neðan.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en 17.01.2023 á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða stílaðar á:

Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður

Ábendingagátt