Tillaga að nýju deiliskipulagi við Snókalönd við Bláfjallaveg skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 07.01.2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Snókalönd við Bláfjallaveg. Skipulagið afmarkast af gamalli hraunnámu sem í dag er skilgreind sem afþreyingar- og ferðamannasvæði í aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir einni lóð þar sem gert er ráð fyrir aðkomu, bílastæðum og byggingarreit þar sem gert er ráð fyrir byggingum tengdum norðurljósaskoðunum.

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til sýnis i þjónustuveri Hafnarfjarðar­bæjar að Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 frá 14.12.202225.01.2023. Einnig er hægt að skoða gögnin hér að neðan.

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða skriflega í þjónustuver að Strandgötu 6 eigi síðar en 25.01.2023.

Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður

Ábendingagátt