Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21. júní sl. að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting felst í að skipulagsskilmálum er breytt

Fallið er frá að óheimilt er að reisa girðingar í hverfinu í að óheimilt er að reisa girðingar/skjólveggir framan við hús götu megin og á lóðarmörkum við opin, óbyggð svæði. Afmörkun skal vera með gróðri. Leyfilegt er að reisa girðingar/skjólveggi að hámarkshæð 1,5 m baka til á lóðum og til hliðar við hús þó aldrei nær lóðarmörkum en 1,5 m og aldrei fram fyrir byggingarreit götu megin. Öll mannvirki eða gróður á lóðarmörkum eru háð samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar. Liggi fyrir samþykki beggja lóðarhafa aðliggjandi lóða um að reisa girðingu/skjólveggi á lóðarmörkum er það heimilt þó aldrei hærri en 1,5m. Hæð girðinga/skjólgirðinga miðast við L og G tölur á lóðablöðum.

Kynningartími er til 18. ágúst. Tillöguna má nálgast á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar

Athugasemdir eða ábendingar skulu berast með rafrænum hætti í gegnum skipulagsgatt.is eða á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt