Aðalskipulag, deiliskipulag og matslýsing

  • 16.9.2022 – 11.10.2022

Auglýsing um skipulaga- og matslýsingu vegna breytingar á skipulagi Hafnarfjarðar vegna :

Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025, breyting á deiliskipulagi álversins í Straumsvík og deiliskipulagi iðnaðarsvæðis í Kapelluhrauni og Straumsvík.

Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 17. ágúst sl. var samþykkt að breyta Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025, breyta deiliskipulagi álversins í Straumsvík og deiliskipulagi iðnaðarsvæðis í Kapelluhrauni og Straumsvík.

Tilgangurinn með gerð skipulags- og matslýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum þess, auka gagnsæi, tryggja betra upplýsingaflæði, skila betri og markvissari skipulagsvinnu og gefa sveitarstjórn og þeim sem koma að ferlinu betri yfirsýn allt frá fyrstu skrefum. Með skipulags- og matslýsingu lýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum deiliskipulagsins og komandi skipulagsvinnu.

Þegar vinna við gerð aðalskipulagstillögu hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við aðalskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Lýsingin verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði Norðurhellu 2, frá 16.09. til 11.10.2022.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skal þeim skilað á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eigi síðar en 11.10.2022 eða skriflega í þjónustuver stílaðar á:

Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður

Ábendingagátt