Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norðurbæjar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 29. mars 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðurbæjar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýjum hjóla- og göngustíg meðfram Herjólfsbraut með tengingu að Heiðvangi. Stígurinn tengist i stígakerfi Garðabæjar til norðurs. Samhliða er gerð breyting á deiliskipulagsmörkum Norðurbæjar.

Breytingartillagan verður til sýnis á Umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar Strandgötu 6, frá 6.4 – 25.5.2023. Einnig er hægt er að kynna sér deiliskipulagstillöguna hér að neðan.

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við breytinguna eigi síðar en 25.05. 2023 á netfangið

skipulag@hafnarfjordur.is eða stílaðar á:

Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður

Ábendingagátt