Skipulagsbreyting – Fornubúðir 5

Fréttir

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði – Fornubúðir 5. Breytingin heimilar að reist verði skrifstofu- og þjónustuhús. Athugasemdir þurfa að berast fyrir 11. apríl 2017

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 01. febrúar 2017 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á „Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði“ vegna lóðarinnar við Fornubúðir 5, í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsbreytingin heimilar að reist verði skrifstofu- og þjónustuhús. Breytingar ná til lóðarinnar nr. 5 við Fornubúðir og fela m.a. í sér breytta hámarkshæð bygginga og húsagerð, stækkun byggingarreits, hækkun nýtingarhlutfalls og heimild til byggingar bílakjallara.

Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu Norðurhellu 2, frá 28. 02. til 11. 04. 2017. 

Einnig er hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna HÉR

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 11. 04. 2017. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.

Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagsþjónustu.

Ábendingagátt