Skipulagsbreyting í Skarðshlíð

Fréttir

Breyting á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfangi hefur verið sett í auglýsingu.  Breytingin felst í því að lóðir og skilmálum íbúðabyggðar er breytt á 2. áfanga svæðisins. Tillaga er til sýnis hjá Hafnarfjarðarbæ en einnig hægt að nálgast hana rafrænt.  Athugasemdir óskast fyrir 13. febrúar 2017.

 

Breyting á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfangi – Hafnarfirði. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21.12.2016, að undangengnu samþykki skipulags- og byggingarráðs þann 13.12.2016, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar sem öðlaðist gildi 22. júlí 2013 í samræmi við 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að lóðir og skilmálum íbúðabyggðar er breytt á 2. áfanga svæðisins.

Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 28.12.2016 til 13. 02. 2017. 

Einnig má sjá deiliskipulagsbreytinguna hér

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 13. 02. 2017. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.

Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagsþjónustu.

Ábendingagátt