Skipulagsbreyting – Kvistavellir

Fréttir

Breyting á deiliskipulagi Kvistavalla 63 og 65 er nú komið í auglýsingu. Breytingin felst í því að lóðirnar Kvistavellir 63 og Kvistavellir 65 eru sameinaðar í eina lóð. Heimilað verði að byggja 3 íbúða raðhús í stað parhúss. Lögun byggingarreits er breytt en stærð hans helst nær óbreytt. Bílastæðum fjölgar um 2. Frestur til athugasemda er 1. mars.

Breyting á deiliskipulagi Kvistavalla 63
og 65, Vellir 5.

Skipulags-
og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti
á fundi sínum 13.12.2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna
að Kvistavöllum 63 og 65 í samræmi við 1. mgr. 43 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin
felst í því að lóðirnar Kvistavellir 63 og Kvistavellir 65 eru sameinaðar í
eina lóð. Heimilað verði að byggja 3 íbúða raðhús í stað parhúss. Lögun byggingarreits
er breytt en stærð hans helst nær óbreytt. Bílastæðum fjölgar um 2.  Skilgreind er ný gerð raðhúsa R7. Að öðru
leyti gilda eldri skilmálar.

Tillögurnar verða til
sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu
að Norðurhellu 2, frá 17.01.2017 – 01.03.2017. 

Hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna HÉR

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera
athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til Umhverfis- og
skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 1. mars 2017. Þeir sem eigi
gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir
henni.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu

Ábendingagátt