Skipulagsbreyting – Straumsvík

Fréttir

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu. Stækkun flæðigryfju í Straumsvík. Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri frá 7. mars til 11. apríl 2016.  

Deiliskipulagsbreyting, stækkun flæðigryfju í Straumsvík

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 26.janúar 2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi samkvæmt skipulagsuppdrætti ARKÍS dags. 21.01.2016. Um er að ræða stækkun á svæði fyrir flæðigryfjur. Deiliskipulagsbreytingin er auglýst með vísan í 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 07. 03. 2016 til 11. 04. 2016.  

Hér má sjá deiliskipulagstillöguna

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 11. apríl. 2016. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar
Skipulagsfulltrúi

Ábendingagátt