Skipulagsbreytingar

Fréttir

Samþykkt hefur verið að auglýsa tillögur að breyttu deiliskipulagi við Reykjanesbraut – tenging við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg, lóða við Strandgötu 23-30 og lóða við Stapahraun 11-12.   Tillögur til sýnis og athugasemda til og með 31. ágúst.

Auglýsing um skipulag í Hafnarfjarðarbæ

Deiliskipulag við Reykjanesbraut – tenging við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg

Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 28.júní 2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Reykjanesbrautar vegna tengingar við Rauðhellu/ Krýsuvíkurveg í samræmi við 1. mgr. 43 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í stækkun hringtorgs miðað við það sem fyrirhugað var og nýrri afrein inn á Hellusvæðið.

Deiliskipulag lóða við Strandgötu 26–30

Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 28. júní 2016 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu lóða að Strandgötu 26 – 30 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Breytingin felst í stækkun lóðar og heimild til aukins byggingarmagns. Hámarks samanlagt nýtingarhlutfall lóðanna án bílgeymslu verður 3.41 samkvæmt tillögunni.

Deiliskipulag lóðanna við Stapahraun 11–12

Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar dags. 9.6.2106, greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 27.6.2016 og deiliskipulagsuppdrátts NEXUS arkitekta samþykkir bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 14.7.2016, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stapahrauns 11 – 12 með vísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að lóðirnar Stapahraun 11 og 12 verða sameinaðar og götustæði styttist. Nýtingarhlutfall hinnar sameinuðu lóðar verður 0.75.

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu, Norðurhellu 2, frá  20. júlí til 31. ágúst 2016. Einnig má sjá tillögurnar hér:

 

 

Nánari upplýsingar hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar í síma: 585-5500

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu eigi síðar en 31. ágúst 2016. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingarnar innan tilskilins frests, teljast samþykkir.

Ábendingagátt