Skipulagsbreytingar – vatnsverndarmörk

Fréttir

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 vegna vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Einnig tillaga að breytingu á deiliskipulagi Undirhlíða vegna Sandskeiðslínu 1. Athugasemdir óskast fyrir 10. janúar 2017.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 vegna vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 23.11.2016  tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og auglýst skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingartillögunni felst að brunnsvæði við Straumsel er fellt út og því færast mörk vatnsverndar til suðurs sem nemur áhrifasvæðis þess.  Einnig verða breytingar á brunnsvæði í Mygludölum.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Undirhlíða vegna Sandskeiðslínu 1

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember 2016 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Undirhlíða vegna Sandskeiðslínu 1 í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í fjölgun háspennulína úr einni í þrjár og færsla á helgunarmörkum til norðurs til samræmis við gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Breytt verður afmörkun vatnsverndar og einnig hverfisverndar til samræmis við Aðalskipulag Hafnarfjarðar

Breytingatillögur til sýnis frá 29. nóvember – 10. janúar 2017

Skipulagstillögurnar ásamt umhverfisskýrslum verða til sýnis hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu Norðurhellu 2 og í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar Strandgötu 6, frá 29. nóvember –  10. janúar 2017. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 10.  janúar 2017 eða á netfangið berglindg@hafnarfjordur.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingarnar innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.

Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði.

Ábendingagátt