Skipulagslýsing – vatnsvernd

Fréttir

Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins liggur nú fyrir. Skriflegum ábendingum við lýsingu skal skilað inn eigi síðar en 17. október.

 

Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. 

Á fundi Bæjarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst 2016 var bókað:

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 31.gr. laga 123/2010.  Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Þegar vinna við gerð aðalskipulagstillögu hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við aðalskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

Sjá skipulagslýsingu hér

Skriflegar ábendingar við skipulagslýsingu skulu berast á netfangið: berglindg@hafnarfjordur.is eigi síðar en 17. október 2016.

Ábendingagátt