Spjaldtölvur að láni fyrir skjáinnlit á tímum Covid19

Fréttir

Hafnarfjarðarbær tók nýlega þá ákvörðun að afhenda hópi eldri borgara spjaldtölvur til notkunar á tímum Covid19. Þannig vill bærinn tryggja að tæknifærir og áhugasamir eldri borgarar og þeir sem vilja læra að nýta sér tæknina í samskiptum hafi tæki til þess og fái viðeigandi kennslu og leiðsögn.

„Það eru ekki allir í
þeirri stöðu að hafa stóra fjölskyldu í kringum sig sem sér til þess að félagslegri
þörf og þörf fyrir samskipti og það að „hitta“ einhvern sé uppfyllt“
segir
Sjöfn Guðmundsdóttir deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu á fjölskyldu- og
barnamálasviði Hafnarfjarðarbæjar. Hafnarfjarðarbær
tók þá ákvörðun að afhenda hópi eldri borgara spjaldtölvur til notkunar á tímum
Covid19. Þannig vill bærinn tryggja að tæknifærir og áhugasamir eldri borgarar
og þeir sem vilja læra að nýta sér tæknina í samskiptum hafi tæki til þess og
fái viðeigandi kennslu og leiðsögn.

IMG_1299_1586272502383

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri á hér gott spjall við Magnús Björnsson, 93 ára Hafnfirðing sem er einn þeirra sem nýtir sér reglubundið skjáinnlit með starfsfólki bæjarins.

Reglubundið
skjáinnlit

Verkefninu fylgir ekki bara tækið sjálft heldur kennsla á
tækið og stofnun á viðeigandi aðgangi þannig að hægt sé að koma á rafrænum
samskiptum. Skype er fyrirfram sett upp á allar spjaldtölvurnar. „Þannig
getur hópurinn líka notað spjaldtölvuna til að heyra í fleirum í kringum sig með myndsímtali. Einnig til að skoða
fréttir og jafnvel hlusta á hljóðbækur. Allt eftir þörf og löngun hvers og
eins. Við aðstoðum við uppsetningu og kennslu á því sem þarf og áhugi er
á“
segir Sjöfn. Gert er ráð fyrir að fyrstu spjaldtölvurnar verði afhentar
nú fyrir páska og fleiri strax eftir páska. „Við
erum að ná utan um hópinn sem vill tæki og vill nýta sér tæknina. Það er
grunnskilyrði fyrir afhendingunni þannig að tryggt sé að tækið sé notað“
segir
Sjöfn að lokum. 

Ábendingagátt