Skoðanakönnun um útivistarsvæði í Hafnarfirði

Fréttir

Íbúar og vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til að taka þátt í laufléttri og stuttri könnun þar sem spurt er um atriði sem tengjast útivistarsvæðum í bænum.

Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir þátttöku íbúa og vina Hafnarfjarðar í laufléttri og stuttri könnun. Spurt er um atriði sem tengjast útivistarsvæðunum við Hvaleyrarvatn, Ástjörn/Ásfjall, Helgafell, Hellisgerði og Víðistaðatún og snúa meðal annars að nýtingu á útivistarsvæðunum, í hvaða tilgangi svæðin eru sótt og hugmyndum um hvernig hægt er að gera betur.

Álit og skoðun íbúa skiptir mjög miklu máli og eru niðurstöðurnar mikilvægt innlegg í að efla opin svæði í bænum og upplýsa betur um þá útivistarmöguleika sem standa til boða í Hafnarfirði.

Því fleiri svör – því betra!

Það tekur í kringum 5-10 mínútur að svara spurningunum. Niðurstöðurnar verða eingöngu notaðar til að bæta útivistarsvæðin og þær eru ekki á neinn hátt rekjanlegar.

Könnun um útivistarsvæði í Hafnarfirði – hægt er að taka þátt í könnun á íslensku og ensku!

Ábendingagátt