Skoðanakönnun um vef Bókasafns Hafnarfjarðar

Fréttir

Hafnarfjarðarbær vinnur þessa dagana að nýjum vef fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar. Íbúar og vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til að taka þátt í laufléttri og stuttri könnun um vefinn.  

Hafnarfjarðarbær vinnur þessa dagana að nýjum vef fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar. Í laufléttri og stuttri könnun sem íbúar og vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til að taka þátt í er eingöngu spurt um atriði sem snerta vefinn:  www.bokasafnhafnarfjardar.is og snúa m.a. að fjölda heimsókna á vef,  hvernig vefurinn þjónar þörfum notenda, í hvaða tilgangi vefurinn er heimsóttur og hvaða virkni væri æskileg á vefnum? 

Álit og skoðun íbúa skiptir mjög miklu máli og eru niðurstöður mikilvægt innlegg í greiningu og efnislegum og tæknilegum undirbúningi á nýjum vef. 

Því fleiri svör – því betra! 

Könnun um vefinn – bokasafnhafnarfjardar.is

Ábendingagátt