Skólabyrjun 2016

Fréttir

Grunnskólar Hafnarfjarðar verða settir mánudaginn 22. ágúst. Fyrirkomulag skólasetningar er auglýst á heimasíðu hvers skóla fyrir sig og eru foreldrar að sjálfsögðu velkomnir með börnunum sínum.

Grunnskólar Hafnarfjarðar verða settir mánudaginn 22. ágúst.

Fyrirkomulag skólasetningar er heilt yfir á þá leið að nemendur mæta á sal og þar verður stutt athöfn. Eftir þá athöfn fara nemendur með sínum umsjónarkennara í heimastofur. Foreldrar eru hvattir til að mæta við skólasetningu með börnum sínum. Nemendur í 1. bekk eru boðaðir í samtal til umsjónarkennara ásamt foreldrum sínum.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðum skólanna

Hlökkum til að taka á móti börnunum ykkar og eiga með þeim skapandi og skemmtilegar skólastundir nú í vetur!

Ábendingagátt