Skólabyrjun 2019

Fréttir

Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst fimmtudaginn 22. ágúst. Rétt rúmlega 4.000 börn setjast á skólabekk þetta haustið, þar af eru um 350 börn að hefja nám í 1. bekk.

Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst fimmtudaginn 22. ágúst. Rétt rúmlega 4.000 börn setjast á skólabekk þetta haustið, þar af eru um 350 börn að hefja nám í 1. bekk. Að byrja í grunnskóla er stórt skref í lífi hvers barns og við slík tímamót er samstarf heimilis og skóla afar mikilvægt.

Sú nýbreytni er í grunnskólum Hafnarfjarðar að allir nemendur fá
hafragraut, foreldrum að kostnaðarlausu alla morgna. Auk þess er boðið upp á
ávexti í áskrift fyrir alla nemendur grunnskólanna.

Allar upplýsingar um skólasetningu eru á heimasíðum skólanna sem gefa auk þess góðar upplýsingar um starf og áherslur skólanna og er áhugavert að gefa sér tíma til að líta á það með barninu.

Engin tvö börn
eru eins. Öll eiga þau það samt sameiginlegt að þurfa hagstæð uppeldisskilyrði
til að dafna vel og þekkja styrkleika sína. Farsæl skólabyrjun skiptir máli og
góð tenging heimilis og skóla er þar lykilþáttur. Starfsfólki grunnskóla
Hafnarfjarðar hlakkar til að hitta nemendur sína stóra og smá á næstu dögum.
Við leggjum okkur fram við að búa nemendum góð námsskilyrði svo hver og
einn geti þroskast og dafnað á eigin forsendum.

Hafnarfjarðarbær útvegar grunnskólanemendum námsgögn þeim að kostnaðarlausu. Skólar hafa því keypt ritföng sem nemendur þurfa að nota í skólastarfinu. Þannig munu nemendur fá stílabækur, skriffæri, möppur og annað slíkt sem þeir þurfa á að halda í daglegu skólastarfi til viðbótar við námsbækur sem hafa ávallt verið nemendum að kostnaðarlausu.

Ábendingagátt