Skólabyrjun haustið 2022

Fréttir

Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst þriðjudaginn 23. ágúst með skólasetningu. Kennsla samkvæmt stundaská hefst miðvikudaginn 24. ágúst. Nánari upplýsingar um tímasetningu á skólasetningu hjá hverjum og einum bekk er að finna á vef viðeigandi skóla. 

Skólasetning í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar verður þriðjudaginn 23. ágúst.

Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst þriðjudaginn 23. ágúst með skólasetningu. Kennsla samkvæmt stundaská hefst miðvikudaginn 24. ágúst. Nánari upplýsingar um tímasetningu á skólasetningu hjá hverjum og einum bekk er að finna á vef viðkomandi skóla. Rétt rúmlega 4000 börn setjast á skólabekk í grunnskólum Hafnarfjarðar þetta haustið þar af eru nálægt 350 börn að hefja nám í 1. bekk. 

Farsæl skólabyrjun skiptir miklu máli

Að byrja í grunnskóla er stórt skref í lífi hvers barns og við slík tímamót er samstarf heimilis og skóla afar mikilvægt. Hagstæð uppeldisskilyrði og gott samstarf er forsenda þess að börn og ungmenni dafni vel í skólanum og þekki styrkleika sína. Allar upplýsingar um skólasetningu eru á heimasíðum skólanna sem gefa auk þess góðar upplýsingar um starf og áherslur skólanna. Yfirlit yfir skólana má finna hér 

Hafragrautur, ávextir og ókeypis námsgögn 

Frá haustinu 2019 hafa allir nemendur getað fengið hafragraut að morgni í skólanum sér að kostnaðarlausu. Auk þess er boðið upp á ávexti í áskrift í morgunhressingu, hádegisverði og síðdegishressingu, hvort heldur sem barn er í frístundaheimili (síðdegishressing er innifalin í gjaldi frístundaheimilis) eða ekki (og er þá greitt sérstaklega). Skólamatur ehf annast matarþjónustu í öllum grunnskólum bæjarins nema Áslandsskóla og skal snúa sér til þeirra varðandi mataráskriftir (skolamatur.is). Hafnarfjarðarbær útvegar grunnskólanemendum jafnframt námsgögn þeim að kostnaðarlausu. Skólar sjá um kaup á ritföngum sem nemendur þurfa að nota í skólastarfinu. Þannig fá nemendur stílabækur, skriffæri, möppur og annað slíkt sem þeir þurfa á að halda í daglegu skólastarfi til viðbótar við námsbækur.

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur gott skólaár!  

Ábendingagátt