Forskráning í skólagarða

Fréttir

Í sumar eiga börn á aldrinum 7 – 12 ára forgang í skólagarða Hafnarfjarðarbæjar.  Skráning hófst á Sumardaginn fyrsta og lýkur 14. maí. Eftir þann tíma gefst öllum öðrum sem hafa lögheimili í Hafnarfirði kost á að leigja sér garð.

Í sumar eiga börn á
aldrinum 7 – 12 ára (fædd 2004-2009) forgang í að skrá sig í skólagarða Hafnarfjarðarbæjar.  Skráning hófst á Sumardaginn fyrsta og lýkur 14. maí. Eftir þann tíma gefst
öllum öðrum sem hafa lögheimili í Hafnarfirði kost á að leigja sér garð.

Skólagarðarnir eru á
eftirfarandi stöðum:

  • Á Víðistöðum s. 664-5769
  • Efst á Öldugötu s. 664-5772
  • Neðan við Lyngbarð s. 664-5770
  • Í Mosahlíð s. 664-5733 
  • Vellir  664-5733

Þátttökugjald kr. 4.600..- Veittur er 50% systkinaafsláttur.  Hver og einn fær úthlutað tveimur reitum, einn reit fyrir grænmeti og annan fyrir kartöflur. Kartöflur og grænmeti er innifalið í verði fyrir alla.

Opnunartími garða í sumar

Dagana 1. – 8. júní verða garðarnir opnir
frá 13.00-17.00. Frá 9.- 22. júní verða garðarnir opnir frá kl. 08.30-12.00 og 13:00 – 16:30. Frá 23. júní – 12. ágúst verða garðarnir svo opnir frá 10:00 – 15:00. Þessir tímar eru settir fram með fyrirvara um breyttan opnunartíma. 

Uppskerudagur í ágúst

Föstudaginn 12. ágúst verður uppskerudagur í Skólagörðunum og þá
verður opið frá kl. 13:00 – 18:00. Þann dag eru allir foreldrar/forráðamenn hvattir til að mæta með börnum sínum með
poka eða kassa fyrir alla uppskeruna.

Skráning á MÍNUM SÍÐUM  – skráning á
sumarnámskeið 2016. Vinsamlega athugið – á  MÍNUM SÍÐUM er aðeins hægt að greiða með kreditkorti en hægt er að staðgreiða skráningu í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6.    

Ábendingagátt