Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Nýlega var boðin út framleiðsla og framreiðsla matar fyrir leik- og grunnskóla í Hafnarfirði. Tveir aðilar tóku þátt í útboðinu en annar dró tilboð sitt til baka. Bæjarráð samþykkti, í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, á fundi sínum þann 11.júlí að ganga til samninga við Skólamat ehf.
Nýlega var boðin út framleiðsla og framreiðsla matar fyrir leik- og grunnskóla í Hafnarfirði. Tveir aðilar tóku þátt í útboðinu en annar dró tilboð sitt til baka. Bæjarráð samþykkti, í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, á fundi sínum þann 11. júlí síðastliðinn að ganga til samninga við Skólamat ehf. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Axel Jónsson eigandi Skólamatar ehf. skrifuðu undir samstarfssamning í dag.
Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við Skólamat um framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar 2019-2023 en Skólamatur hefur frá 1. nóvember 2017 sinnt þessari þjónustu. Samningstíminn er fjögur ár með ákvæðum um að hægt verði að framlengja í tvígang um eitt ár í senn ef báðir aðilar óska þess. Þannig getur hámarkssamningstími orðið 6 ár frá undirritun samnings. Skólamatur mun sjá um mat fyrir nemendur og starfsfólk ásamt samantekt að máltíð lokinni.
Almenn ánægja með þjónustu, gæði og fjölbreytni
Að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra hefur almenn ánægja verið með gæði matar og þjónustu Skólamatar meðal þeirra sem nýta þjónustuna í dag. Kveðst hún þess fullviss að fyrirtækið muni áfram standa undir þeim væntingum sem sveitarfélagið gerir heilt yfir til þjónustu, gæða og fjölbreytni máltíða. Hafnarfjarðarbær hefur verið heilsueflandi samfélag frá því að gengið var til samninga við Embætti Landlæknis í mars 2015 og hefur frá þeim tímapunkti unnið markvisst að því að framkvæma og þróa ný verkefni í samstarfi við viðeigandi aðila. „ Skólamatur þekkir umhverfi okkar og áherslur vel og hefur hingað til verið mjög móttækilegt fyrir nýjum hugmyndum og þróunarverkefnum sem við höfum staðið að innan m.a. skólasamfélagsins“ segir Rósa. Þannig starfa leikskólar Hafnarfjarðar t.a.m. eftir nýjum næringarsáttmála og elda eftir samræmdum matseðlum sem byggja á mikilli greiningarvinnu, næringarútreikningum, samstarfi og samtali viðeigandi aðila. Ákveðið hefur líka verið að innleiða tilraunaverkefni með hafragraut og lýsi í morgunmat inn í alla grunnskóla sveitarfélagsins og opna þannig á möguleika allra til að neyta hollrar ókeypis fæðu í upphafi skóladags. Samhliða var gerð tilraun með ávaxta- og grænmetishressingu að morgni og svo síðdegishressingu sem gaf mjög góða raun og því verður boðið upp á áskrift að slíkri hressingu innan skólasamfélagsins frá og með hausti. „Hafnarfjarðarbær lítur á það sem eitt af hlutverkum sínum að tryggja heilsusamlega næringu í skólum sveitarfélagsins. Breytt fyrirkomulag með næringarsáttmála innan leikskólanna hefur þannig ekki bara stuðlað að hollu mataræði og heilbrigðum matarvenjum heldur hefur fyrirkomulagið líka auðveldað skipulag og hjálpað til við að draga úr matarsóun með tilheyrandi umhverfisverndun. Sveitarfélagið, með öllum sínum skólum, stofnunum og heimilum er mikilvægur þátttakandi í uppbyggingu heilsueflandi samfélags. Holl og góð næring hefur áhrif á vellíðan og heilsu og er öllum mikilvæg. Þá einmitt ekki síst börnum sem eru að vaxa og þroskast“ segir Rósa við undirritun samnings í dag.
Skipaður hefur verið starfshópur sem finna á nýjum golvelli stað í landi Hafnarfjarðar. Samráð verður haft við hagsmunaaðila.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…