Skólamatur tekið við skólamáltíðum

Fréttir

Samningar náðust við Skólamat um að taka við afgreiðslu skólamáltíða á morgun miðvikudaginn 1. nóvember. Þessar breytingar voru kynntar foreldrum og forráðamönnum barna fyrir helgi og allt unnið með það að leiðarljósi að nemendur skólanna finni sem minnst fyrir breytingunum.  

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og miðlum Hafnarfjarðarbæjar þá náðum Hafnarfjarðarbær og Skólaaskur (ISS) saman um samningslok í þessum mánuði og gert er ráð fyrir því í þeim samningum að verkefni þeirra ljúki í dag 31. Október. 

Samningar náðust við Skólamat um að taka við afgreiðslu skólamáltíða á morgun miðvikudaginn 1. nóvember. Þessar breytingar voru kynntar foreldrum og forráðamönnum barna fyrir helgi og allt unnið með það að leiðarljósi að nemendur skólanna finni sem minnst fyrir breytingunum.  

Skólamatur átti á sínum tíma næst lægsta tilboðið á eftir Skólaask en samningurinn við þá gildir út skólaárið 2017-2018 

Ábendingagátt