Skólastarf: Minnst eins metra fjarlægð milli fullorðinna

Fréttir

Starfsfólki í leik- og grunnskólum og tónlistarskóla ber að tryggja a.m.k. eins metra bil sín í milli í skólastarfi í stað tveggja metra reglunnar sem almennt er í gildi í samfélaginu, samkvæmt breytingum á sóttvarnarreglum sem kynntar voru í gær. Engin fjarlægðarmörk eru í gildi fyrir nemendur á leik- og grunnskólaaldri. 

Nándarregla í skólastarfi: Minnst eins metra fjarlægð milli fullorðinna

Nemendum og starfsfólki í framhalds- og háskólum ber að tryggja a.m.k. eins metra bil sín í milli í skólastarfi í stað tveggja metra reglunnar sem almennt er í gildi í samfélaginu, samkvæmt breytingum á sóttvarnarreglum sem kynntar voru í dag. Hið sama á við um fullorðna í starfi leik- og grunnskóla og tónlistarskóla, þ.e. kennara og annað starfsfólk sem þurfa að halda minnst metra fjarlægð sín í milli í skólastarfi. Engin fjarlægðarmörk eru í gildi fyrir nemendur á leik- og grunnskólaaldri. 

Sjá nánar í frétt heilbrigðisráðuneytis

Stjórnendur skóla þurfa eftir sem áður að tryggja að hámarksfjöldi fullorðinna einstaklinga í sama rými fari ekki yfir 100 auk þess sem starfsfólk og nemendur skólanna þurfa að fylgja almennum sóttvarnarreglum. Mikil áhersla er lögð á einstaklingsbundnar smitvarnir og hreinlæti. Sóttvarnarráðstafanir kalla í mörgum tilfellum á talsverða endurskipulagningu og lokun svæða, sem skólarnir útfæra miðað við aðstæður á hverjum stað.

Unnið er að uppfærðum leiðbeiningum um framkvæmd skólastarfs á öllum skólastigum í góðri samvinnu við sóttvarnaryfirvöld og framkvæmdaaðila og verður þeim miðlað á allra næstu dögum.

Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands 

Ljósmynd: Golli 

Ábendingagátt