Skólaþing nemenda í Áslandsskóla

Fréttir

Skólaþing nemenda í Áslandsskóla var haldið þriðjudaginn 10. nóvember.

Skólaþing nemenda í Áslandsskóla var haldið þriðjudaginn 10. nóvember. Þann dag ræddu nemendur skólans margvísleg sjónarmið sín og skoðanir um skólastarfið í þeim. Markmiðið með skólaþinginu er að gefa öllum vettvang eða tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri og fá stuðning fyrir góðum tillögum sem efla skólastarfið.

Nemendur á yngsta stigi ræddu frístundaheimili, íþróttir og sund og kennslustofur á meðan nemendur á mið- og elsta stigi ræddu netöryggi, nám og tækni, einelti á netinu og tíma og tækni. Framkvæmdin fór fram með mismunandi hætti eftir aldri nemenda og foreldrum var boðin þátttaka í skólaþinginu með nemendum. Meginsjónarmiðið í framkvæmd skólaþingsins er að nemendur séu virkir og læri á lýðræðislega framkvæmd með því að hafa mótandi áhrif á skólann sinn.

Skólaþingið gekk einstaklega vel og nemendur voru virkir í vinnu og komu með margar hugmyndir til að vinna úr.

Myndin hér ofar sýnir bæjarstjóra, Harald L. Haraldsson, fylgjast með framkvæmd skólaþingsins og hér neðar af áhugasömum nemendum.

Ábendingagátt