Skráning á sumarnámskeið 2019

Fréttir

Á sumrin eru leikjanámskeið starfrækt í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði. Innifalið í námskeiðum er fjölbreytt skemmtun s.s. leikir, göngu- og hjólaferðir og margt fleira. Opnað verður fyrir skráningu á leikjanámskeiðin á Sumardaginn fyrsta, 25. apríl 2019. 

Á sumrin eru leikjanámskeið starfrækt í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði. Innifalið í námskeiðum er fjölbreytt skemmtun s.s. leikir, göngu- og hjólaferðir og margt fleira.  Opnað verður fyrir skráningu á leikjanámskeiðin á Sumardaginn fyrsta, 25. apríl 2019. Námskeiðin eru ætluð börnum 7-9 ára en dagana 9. – 21. ágúst verður í boði leikjanámskeið fyrir 6 ára. 

Námskeiðin hefjast 11. júní og standa flest yfir til 5. júlí. Námskeiðin eru fyrir börn fædd 2010-2012 (7-9 ára) og standa frá kl. 9-12 og kl. 13-16. Ókeypis gæsla er á milli kl. 8 -9,  12-13 og 16-17. Þátttökugjaldi er stillt í hóf og veittur 50% systkinaafsláttur. Minnst er hægt að greiða fyrir viku í senn.

  • Hver vika (hálfur dagur frá kl. 9 – 12 eða 13 – 16): 4.450.- kr.
  • Hver vika (allur dagurinn frá kl. 9 – 16): 8.900.- kr.

Frá 8.-26. júlí verður íþrótta- og leikjanámskeið í Íþróttahúsinu í Setbergsskóla. Frá 7. til 21. ágúst verða svo íþrótta- og leikjanámskeið á tveimur stöðum:

  1.  Í Hraunvallaskóla sem sér um Hvaleyrarskóla, Áslandsskóla og Skarðshlíðarskóla.
  2.  Í Lækjarskóla sem sér um Öldutúnsskóla, Setbergsskóla og Víðistaðaskóla.

 

Skráning fer í öllum tilfellum fram í gegnum MÍNAR SÍÐUR – skráning á sumarnámskeið 2017. Skráning á leikjanámskeið þarf að fara fram fyrir miðnætti á fimmtudögum eigi barn að byrja á mánudeginum á eftir. Á mínum síðum er aðeins hægt að greiða með kreditkorti og debetkorti en hægt er að staðgreiða skráningu í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6. Nánari upplýsingar um skráningu eru í síma: 585-5500.

 

Leikjanámskeið fyrir útskriftarhópa leikskólanna

Frá 9.-21. ágúst er boðið uppá fjölbreytt og uppbyggilegt leikjanámskeið fyrir 6 ára útskriftarhópa leikskólanna í öllum frístundaheimilum. Skráning á námskeið hefst hér einnig á Sumardaginn fyrsta, 25. apríl 2019. 

Ábendingagátt