Skráning í frístundabíl | After-school shuttle service

Fréttir

<<English below>> Frístundabíll Hafnarfjarðarbæjar hefur göngu sína á ný mánudaginn 31. ágúst og er öllum börnum í 1. – 4. bekk boðið upp á akstur á æfingar sem hefjast klukkan 15 og 16. 

<<English below>> 

Frístundabíll Hafnarfjarðarbæjar hefur göngu sína á ný mánudaginn 31. ágúst og er öllum börnum í 1. – 4. bekk boðið upp á akstur á æfingar sem hefjast klukkan 15 og 16. Ítarlegri upplýsingar um brottfarartíma og brottfararstað frá hverjum skóla eru gefnar út af hverjum skóla fyrir sig. 

Ekið verður alla virka daga fram að jólafríi utan þess að aksturinn fellur niður í vetrarfríi. Ekið er á ákveðnar æfingar hjá ákveðnum félögum á ákveðnum tíma (kl. 15 og 16) allt samkvæmt samningum sem gerðir eru við félögin.  Þannig nær frístundaaksturinn til eftirfarandi:

  • Listdansskóli Hafnarfjarðar 
  • Tónlistarskóli Hafnarfjarðar 
  • Fimleikafélagið Björk 
  • Fimleikafélag Hafnarfjarðar – FH.  Nær til æfinga í Kaplakrika 
  • Haukar. Nær til æfinga á Ásvöllum
  • Sundfélag Hafnarfjarðar – SH 
  • Badmintonfélag Hafnarfjarðar
  • Golfklúbburinn Keilir 

Æfingatöflur liggja nú fyrir hjá flestum íþróttafélögum og eru fjölmargir foreldrar byrjaðir að skrá börnin sín þar. Verkefnið er unnið í samvinnu Hafnarfjarðarbæjar við íþróttafélögin og Hópbíla sem sjá um aksturinn.

Skráning í frístundaakstur

Gott er að skrá börn fyrst á æfingar og síðan í aksturinn en allir munu komast að í aksturinn. Skráning í aksturinn fer fram í gegnum Mínar síður – Grunnskólar – Frístundaakstur 

ValaFristundaakstur

Aksturinn er foreldrum að kostnaðarlausu. Starfsmaður frá viðkomandi frístundaheimili er með í hverri ferð og tryggir öryggi krakkanna í rútunni og réttan áfangastað. 

Börn sem ekki eru skráð í frístundaheimili í 1. – 4. bekk geta einnig nýtt sér aksturinn en það er á ábyrgð foreldra að skrá þau og tryggja að þau séu mætt á réttum tíma á upphafsstað frístundaakstursins. Forráðamenn sækja börnin þegar æfingu er lokið.

Það er á ábyrgð foreldra/forráðamanna að breyta umsókn ef breytingar verða á æfingum eða æfingatíma og vakin er athygli á því að skráningar og breytingar taka gildi eftir sólarhring. Ferlið er það sama og ef um nýja umsókn er að ræða. Ekki er hægt að gera breytingar í tölvupósti eða í síma. Athugið að skráning fyrir börn sem eru í frístundaheimilinu Haukaseli fer fram hjá Haukaseli. 

———————————————————-

After-school shuttle service 

The after-school shuttle service is starting again Monday 31 August and all children in 1st – 4th grade are offered a shuttle service to sport practises that start at 15:00 and 16:00. Detailed information on departure times and places of departure from each school will be sent directly to parents within each school. 

The shuttle service will run every weekday until Christmas, except during the winter short break when the service is cancelled. The shuttle service stops at many locations, that is Listdansskólinn (ballet school), the music school, Björkin, FH, Haukur and SH, Hafnarfjörður Badminton Society and Keilir Golf Club. Practise schedules are now available at most sports clubs and many parents have already started to register their children. The project is a cooperative effort of the Hafnarfjörður municipality, the sport clubs and Hópbílar, who provide the service.

Registering for after-school shuttle services

It is recommended to first register children for practices and then for the shuttle service, as everyone will receive a place on the shuttle service. Registration for the shuttle service is done through Mínar síður (My Pages) – Grunnskólar (Primary schools) – Frístundaakstur (After-school shuttle services) 

ValaFristundaakstur

The shuttle service is free to parents. An employee from the after-school centre accompanies the children on every trip and ensures the safety of the children on the shuttle and that everyone ends up at the right activity.

Children who are not registered in an after-school centre in 1st – 4th grade can also take advantage of the shuttle service, but it is the parents’ responsibility to register them and ensure that they arrive on time at the starting point of the shuttle service. Guardians will then pick up the children when practice is over.

It is the responsibility of the parents/guardians to amend the application if there are changes to practises or practise times, and attention is drawn to the fact that registrations and changes take effect after 24 hours. The process is the same as in the case of a new application. It is not possible to make changes by email or telephone. Please note that registration for children in the Haukasel after-school activity centre takes place at Haukasel.

Ábendingagátt