Skráning í sumarstarf hafin

Fréttir

Skráning í sumarstarf á vegum Hafnarfjarðarbæjar er hafin á Mínum síðum.

Á www.tomstund.is/sumarvefur er hægt að skoða framboðið á sumarstarfi í Hafnarfirði.

Skráning í sumarstarf á vegum Hafnarfjarðarbæjar er hafin á Mínum síðum á www.hafnarfjordur.is - skráning á sumarnámskeið 2015 undir aðrar umsóknir. Á www.tomstund.is/sumarvefur er hægt að skoða framboðið á sumarstarfi í Hafnarfirði.

Á vegum Hafnarfjarðarbæjar er boðið uppá leikjanámskeið fyrir 7-9 ára og Tómstund fyrir 10-13 ára börn. Þá verða starfræktir Skólagarðar þar sem börn á aldrinum 7-12 ára hafa forgang að skrá sig og skemmtilegar og skapandi sumarlistasmiðjur í Hafnarborg. Í júlí verður svo starfræktur gæsluvöllur fyrir 2-6 ára.

Þá má ekki gleyma leikjanámskeiðum fyrir útskriftarhópa leikskólanna í ágúst þar sem væntanlegir grunnskólanemendur fá að kynnast frístundaheimilinu sínu og nýja skólanum. 14-16 ára fá vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar og 16-20 ára ungmenni með fötlun fá atvinnutengd sumarúrræði.

Ábendingagátt