Skráning leikskólabarna í sumarleyfi 2022

Fréttir

Sumarið 2022 verða leikskólar Hafnarfjarðarbæjar lokaðir í tvær vikur frá og með 18. júlí til og með 1. ágúst. Opið er fyrir skráningu frá 1. mars – 30. mars 2022.

Sumarið 2022 verða leikskólar Hafnarfjarðarbæjar lokaðir í tvær vikur frá og með 18. júlí til og með 1. ágúst. Breytt fyrirkomulag er svar við ákalli meirihluta foreldra og starfsfólks en sumarið 2021 var leikskólinn opinn allt sumarið.

Öll börn skulu taka samfellt sumarleyfi í leikskóla í 4 vikur 

Börn fædd 2016, sem fara í grunnskóla haustið 2022, ljúka leikskólagöngu sinni eigi síðar en 30. júlí 2022. Öll börn skulu taka samfellt sumarleyfi í leikskóla í 4 vikur.  Í núverandi fyrirkomulagi þýðir þetta að foreldrar geta tekið frí í 2 vikur fyrir lokun leikskóla, 2 vikur eftir lokun eða 1 viku sitthvoru megin við lokun til að ná samtals samfellt 4 vikum í frí. Þeir foreldrar sem kjósa að taka sumarleyfi í 4 vikur á öðrum tíma en þessum greiða ekki fyrir þær vikur og ekki fyrir þær 2 vikur sem leikskólinn er lokaður. Þannig fæst gjald fyrir leikskóladvöl niðurfellt í allt að sex vikur. 

0K1A1225

Opið er fyrir skráningu sumarleyfa frá 1. mars – 30. mars 2022 

Skráning sumarleyfis er bindandi og mikilvægt að allir foreldrar skili inn skráningu fyrir 30. mars nk.
Skráning í sumarleyfi fer fram í viðkomandi leikskóla. 

Starfsemi leikskólanna fer eftir fjölda barna hverju sinni og getur því verið með breyttu sniði yfir sumartímann þegar flest börn eru í leyfi. Auglýst verður eftir sumarstarfsfólki í gegnum ráðningavef Hafnarfjarðarbæjar. Þegar skráningu sumarleyfa er lokið fá foreldrar nánari upplýsingar um skipulag leikskólastarfsins yfir sumarið. Gera má ráð fyrir sameiningu deilda og barnahópa einhvern hluta tímabilsins. 

Mikilvægt er að virða tímamörk á skráningu sumarleyfa til að allt gangi vel upp!

Ábendingagátt