Skráningarkerfið komið í lag!

Fréttir

Nú er aftur hægt að skrá 6-18 ára börn og ungmenni í Hafnarfirði í íþrótta- og tómstundstarf án þeirra hnökra í kerfi sem upp komu fyrir helgi. Bilun á vef varð til þess að ekki var hægt að fá frístundastyrk samhliða skráningu á námskeið. 

Fyrir helgi tilkynnti Hafnarfjarðarbær um bilun á vef sem sér um niðurgreiðslu þátttökugjalda í íþrótta- og tómstundastarfi 6-18 ára barna og ungmenna í Hafnarfirði. Frá miðvikudagskvöldi – föstudagskvölds var ekki hægt að skrá börn og fá frístundastyrk en prófanir og skráningar um helgina hafa að fullu gengið eftir. 

Skráningarkerfi er komið í lag

Bilun kallaði fram eftirfarandi tilkynningu í skráningu: „Þú átt ekki rétt á styrk fyrir þetta námskeið“ sem er ekki rétt ef umsækjandi hefur ekki þegar fullnýtt sinn styrk. Þeir foreldrar og forráðamenn sem lentu í vandamáli með skráningu á þessu tímabili og staðfestu skráningu án niðurgreiðslu eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 eða með tölvupósti í netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is. Þeir sem kjósa að sjá um lagfæringuna sjálfir eru beðnir um að setja sig í samband við það íþróttafélag sem barn/ungmenni var skráð hjá og biðja um bakfærslu á skráningu og greiðslu. Skrá svo viðkomandi upp á nýtt í kerfinu með niðurgreiðslu. 

Þeir sem hættu við skráningu þegar niðurgreiðsla gekk ekki eftir eru vinsamlega beðnir um að skrá börn sín og ungmenni, allt á að vera komið í lag núna og engir hnökrar. 

Við þökkum ykkur sýndan skilning á þessari bilun og umfram allt fyrir umburðarlyndið.

Ábendingagátt