Skrifað undir samkomulag við Landsnet

Fréttir

Fimmtudaginn 9.júlí kl.14.00 munu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði og Guðmundur I. Ásmundsson forstjóri Landsnets skrifa undir samkomulag um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis Landsnets hf. innan Hafnarfjarðar sem m.a. felur í sér niðurrif á Hamraneslínum.

Á morgun, fimmtudaginn 9.júlí kl.14.00 munu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði og Guðmundur I. Ásmundsson forstjóri Landsnets skrifa undir samkomulag um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis Landsnets hf. innan Hafnarfjarðar sem m.a. felur í sér niðurrif á Hamraneslínum.

Einnig munu Landsnet, Hafnarfjarðarbær og samtök íbúa á Völlum skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu.

Undirskriftin fer fram utandyra við tengivirkið í Hamranesi  og hefst kl. 14.00.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í dag  fyrirliggjandi samkomulag við Landsnet um flutningskerfi raforku við Vallahverfi og bætta hljóðvist og útlit spennustöðvar við Hamranes.

Bæjarráð fagnar þessum áfanga og því samráði sem náðst hefur með virkri þátttöku hlutaðeigandi í samningaviðræðum, auk Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets, aðkomu fulltrúa íbúasamtaka svæðisins og álversins í Straumsvík.

Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að áfram verði unnið að því að línur úr spennuvirkinu við Hamranes verði settar í jörðu.

Ábendingagátt