Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, og bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, undirrituðu í gær samkomulag um þátttöku bæjarins í tilraunaverkefni á vegum ráðuneytisins um framkvæmd skilnaðarráðgjafar. Hafnarfjarðarbær mun því í samstarfi við ráðuneytið innleiða og þróa nýtt vinnulag sem hefur að markmiði að koma í veg fyrir og/eða draga úr ágreiningi foreldra í skilnaðarferli.
Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, og bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, undirrituðu í gær samkomulag um þátttöku bæjarins í tilraunaverkefni á vegum ráðuneytisins um framkvæmd skilnaðarráðgjafar. Hafnarfjarðarbær mun því, í samstarfi við ráðuneytið innleiða og þróa nýtt vinnulag sem hefur að markmiði að koma í veg fyrir og/eða draga úr ágreiningi foreldra í skilnaðarferli.
Verkefnið snýr annars vegar að aðgangi foreldra í skilnaðarferli að rafrænu námskeiði og hins vegar að viðtalsráðgjöf sérfræðings fjölskylduþjónustu. Markmið þess er að innleiða og þróa nýtt vinnulag með áherslu á félagslega ráðgjöf í skilnaðarmálum. „Ég er mjög ánægður með viðbrögð sveitarfélaga við nýkynntu tilraunaverkefni um ráðgjöf við skilnað foreldra, eitthvað sem skiptir miklu máli fyrir þau börn og þær fjölskyldur sem það ganga gegnum. Í verkefninu felast fyrirbyggjandi aðgerðir til hagsbóta fyrir börn og fjölskyldur sem hafa sýnt sig að hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu þeirra og virðist draga úr þeim tíma sem ákveðnir erfiðleikar í kjölfar skilnaða ganga yfir“ sagði Ásmundur Einar við undirritunina.
Hér má sjá þau Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar og Ásmund Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra fyrir miðju ásamt þeim Ágústi Bjarna Garðarssyni formanni bæjarráðs, Gyðu Hjartardóttur félagsráðgjafa og sérfræðing í málefnum barna hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Dr. Sigrúnu Júlíusdóttur prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og Rannveigu Einarsdóttur sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar.
Verkefnið er að danskri fyrirmynd, en eftir nýlegar breytingar á dönskum skilnaðarlögum þurfa allir foreldrar, sem sækja um leyfi til skilnaðar að borði og sæng, og eiga saman börn undir 18 ára aldri, að taka námskeið um áhrif skilnaða á börn. Samkvæmt rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið hefur sú framkvæmd þegar gefið mjög góða raun, en andleg líðan foreldra sem tekið hafa námskeiðið er merkjanlega betri en þeirra sem gerðu það ekki á rannsóknartímabilinu. Þá hefur námskeiðið ýtt undir betri foreldrasamvinnu og meðal annars leitt til þess að foreldrar sem gengið hafa gegnum umrætt námskeið taka töluvert færri veikindadaga frá störfum sínum en ella. Allt þetta bendir til þess að námskeið sem þetta komi foreldrum og börnum þeirra til góða.
Til að byrja með verður um tilraunaverkefni hérlendis að ræða í samstarfi við nokkur sveitarfélög. Hafnarfjörður er þeirra fyrst til að rita undir formlegt samkomulag. Ef vel tekst til mun svo litið til þess hvernig beri að útfæra verkefnið til framtíðar.
„Ég er mjög þakklátur Hafnarfjarðarbæ sem hefur frá upphafi sýnt mikinn áhuga á verkefninu og einlægan vilja í verki við að styðja við það. Það er því afar ánægjulegt að bærinn skuli vera fyrsta sveitarfélag landsins sem formlega hefur innleiðingu“ sagði Ásmundur Einar við undirritunina í dag. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar tekur undir orð ráðherra. „Við höfum verið og viljum áfram vera leiðandi sveitarfélag í innleiðingu nýrra verkefna m.a. á sviði velferðarmála. Það er spennandi að fá að taka þátt í þessu þróunarverkefni en þekkt er að afleiðingar ósættis við skilnað geta haft veruleg áhrif á líðan og hegðun allra hlutaðeigandi og þá ekki síst barna. Við erum barnvænt samfélag, störfum samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og því yfirlýsta markmiði að hlúa sérstaklega vel að börnum og fjölskyldum þeirra. Þetta verkefni styður vel við það.“ segir Rósa.
Fleiri sveitarfélög munu á komandi misserum hefja innleiðingu við hið nýja verklag. Félagsmálaráðuneytið tryggir innleiðingu verkefnisins hvað varðar kostnað vegna samninga, annars vegar við danska fyrirtækið Samarbejde Efter Skilsmisse (SES) og hins vegar við íslenska sérfræðinga sem hafa munu umsjón með innleiðingu verkefnisins á Íslandi, þ.m.t. þýðingu efnis, fræðslu og handleiðslu til starfsmanna. Það eru Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi, sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og aðjúnkt við HÍ og Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og fjölskylduráðgjafi hjá Meðferðarþjónustunni Tengslum.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…