Skrifað undir viljayfirlýsingu við Icelandair

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og Icelandair Group undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um framtíðaruppbyggingu á höfuðstöðvum Icelandair að Flugvöllum 1 í Hafnarfirði. Fyrirtækið er þegar með hluta starfsemi sinnar að Flugvöllum og ráðgerir flutning og þar með sameiningu starfsstöðva á höfuðborgarsvæðinu í síðasta lagi í lok árs 2023.

Hafnarfjarðarbær og Icelandair Group skrifa undir viljayfirlýsingu um framtíðaruppbyggingu í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær og Icelandair Group undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um framtíðaruppbyggingu á höfuðstöðvum Icelandair að Flugvöllum 1 í Hafnarfirði. Fyrirtækið er þegar með hluta starfsemi sinnar að Flugvöllum og ráðgerir flutning og þar með sameiningu starfsstöðva á höfuðborgarsvæðinu í síðasta lagi í lok árs 2023. Á næstu tveimur árum er áformað að félagið muni byggja við núverandi húsnæði og koma upp aðlaðandi og vistvænni aðstöðu á nýjum stað fyrir starfsfólk og aðra gesti.

Mynd2Hopurinn

Áformað er að félagið byggi við núverandi húsnæði að Flugvöllum 1 í Hafnarfirði. Hér
má sjá hluta af hópnum sem komið hefur að verkefninu í þjálfunarsetri
Icelandair.  

,,Það að eitt stærsta fyrirtæki landsins ákveði nú að byggja höfuðstöðvar sínar í bænum eru frábærar fréttir fyrir Hafnfirðinga og Hafnarfjörð. Koma Icelandair til bæjarins er hluti af stærri þróun sem er að verða í bæjarfélaginu því fyrirtæki eru í auknum mæli að flytja starfsemi sína hingað. Ákvörðun stjórnar Icelandair er staðfesting á því að sú stefna bæjaryfirvalda að bjóða upp á mjög samkeppnishæft umhverfi og góðar aðstæður fyrir fyrirtæki er að skila sér. Starfsemin og húsnæðið mun án efa verða enn ein lyftistöngin fyrir ört stækkandi íbúða- og atvinnuhverfi á fallegum og aðgengilegum stað“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

„Það er spennandi að hefja uppbyggingu á nýjum höfuðstöðvum á Flugvöllum í Hafnarfirði þar sem við höfum tækifæri til að sameina starfsstöðvar okkar á höfuðborgarsvæðinu á einum stað og erum jafnframt nær Keflavíkurflugvelli. Hönnun og skipulag nýrra höfuðstöðva mun taka mið af þörfum starfsemi félagsins nú og til framtíðar og mun reynsla okkar af sveigjanlegu vinnufyrirkomulagi undanfarna mánuði án efa nýtast okkur vel í þeirri vinnu sem starfsfólk alls staðar að úr fyrirtækinu mun taka þátt í,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair.

Lóð stækkuð til austurs og vestur

Núverandi lóð Icelandair að Flugvöllum 1 er 42.979,8 fermetrar og hljóðar lóðarleigusamningur upp á leigu til 25 ára frá 1. maí 2014. Ráðgerð er stækkun lóðar til vesturs um allt að 6.000 fermetra og til austurs um allt að 6.500 fermetra. Heimilt byggingarmagn lóðar er 21.489,9 fermetrar og nýtingarhlutfallið 0,5. Um greiðslu gatnagerðargjalda fer eftir samningi aðila frá 26. maí 2014 vegna uppbyggingar á Flugvöllum 1. Lóðarleigusamningur verður endurnýjaður í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu og breytist gildistími þá í 50 ár frá árinu 2021. Heimilt verður að áfangaskipta framkvæmdum í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins. 

Viljayfirlýsingu er að finna í fundargerð bæjarráðs 14.01.2021 – sjá lið 2 

Ábendingagátt