Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Skuggakosningar verða haldnar í Flensborgarskóla fimmtudaginn 13. október. Verkefnið gengur út á það að virkja ungmenni til þátttöku í lýðræði og munu ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna fá tækifæri til að halda kynningar í hádegishléum og taka þátt í pallborðsumræðum í aðdraganda kosninganna. Skuggakosningar í Hafnarfirði var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk úr Jafnréttissjóði Íslands í júní. Hugmyndin er komin frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar sem vinnur að framkvæmd með nemendafélagi NFF við skólann.
Til þess fallið að virkja og kveikja áhuga á lýðræðislegri þátttöku
Verkefnið gengur út á það að virkja ungmenni til þess að nýta sér lýðræðislegan rétt með því að halda svokallaðar ,,skuggakosningar“. Til þess að kynna fyrir ungmennum ferli lýðræðis og kosninga eru ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna fengnar til að mæta með stuttar kynningar í hádegishléum nemenda. Flokkar fá að auki úthlutað svæði í anddyri skólans þar sem nemendur geta spurt og fræðst um stefnu flokkanna á ákveðnum sviðum. Fyrsta kynning í matsal verður haldin fimmtudaginn 6. október og sú síðasta 11. október. Þann 12. október verður haldin pallborðsumræða þar sem fulltrúar flokka fá nokkrar mínútur til þess að kynna stefnuskrá og nemendum gefst kostur á að beina spurningum til þátttakenda. Stjórnendur pallborðsumræðna verða Erla Ragnardóttir, aðstoðarskólastjóri Flensborgar og Arnar Dan Kristjánsson, leikari og fyrrverandi nemandi Flensborgar. Nemendur geta sent spurningar á #egkys á meðan pallborðsumræðum stendur.
Skuggakosningarnar sjálfar verða svo haldnar fimmtudaginn 13. október frá kl. 9:00 – 16:00 þar sem fyrirkomulag er í takt við það sem fyrirfinnst á hefðbundnum kosningadegi. Settar verða upp kosningamiðstöðvar þar sem ungmenni kjósa í leynd. Með því að koma á þeim vana og skapa stemningu fyrir þátttöku í lýðræði frá ungum aldri, þá þróast hegðunin í ákveðið norm sem gæti leitt til langtíma lýðræðisþátttöku. Einnig er verkefnið til þess fallið að stuðla að auknum skilningi á lýðræði og mikilvægi lýðræðisþátttöku. Fyrirmynd skuggakosninga er að finna í módeli sem Norðmenn hafa nýtt sér frá 1989 gagngert til að virkja og kveikja áhuga ungmenna í framhaldsskólum til þátttöku í lýðræði.
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…