Skuggakosningar í Flensborg

Fréttir

Skuggakosningar verða haldnar í Flensborgarskóla fimmtudaginn 13. október.  Verkefnið gengur út á það að virkja ungmenni til þátttöku í lýðræði og munu ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna fá tækifæri til að halda kynningar í hádegishléum og taka þátt í pallborðsumræðum í aðdraganda kosninganna. Skuggakosningar í Hafnarfirði var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk úr Jafnréttissjóði Íslands í júní. Hugmyndin er komin frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar sem vinnur að framkvæmd með nemendafélagi NFF við skólann. 

 

Skuggakosningar verða haldnar í Flensborgarskóla fimmtudaginn 13. október.  Verkefnið gengur út á það að virkja ungmenni til þátttöku í lýðræði og munu ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna fá tækifæri til að halda kynningar í hádegishléum og taka þátt í pallborðsumræðum í aðdraganda kosninganna. Skuggakosningar í Hafnarfirði var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk úr Jafnréttissjóði Íslands í júní. Hugmyndin er komin frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar sem vinnur að framkvæmd með nemendafélagi NFF við skólann. 

Til þess fallið að virkja og kveikja áhuga á lýðræðislegri þátttöku 

 

Verkefnið gengur út á það að virkja ungmenni til þess að nýta sér lýðræðislegan rétt með því að halda svokallaðar ,,skuggakosningar“. Til þess að kynna fyrir ungmennum ferli lýðræðis og kosninga eru ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna fengnar til að mæta með stuttar kynningar í hádegishléum nemenda. Flokkar fá að auki úthlutað svæði í anddyri skólans þar sem nemendur geta spurt og fræðst um stefnu flokkanna á ákveðnum sviðum. Fyrsta kynning í matsal verður haldin  fimmtudaginn 6. október og sú síðasta 11. október. Þann 12. október verður haldin pallborðsumræða þar sem fulltrúar flokka fá nokkrar mínútur til þess að kynna stefnuskrá og nemendum gefst kostur á að beina spurningum til þátttakenda. Stjórnendur pallborðsumræðna verða Erla Ragnardóttir, aðstoðarskólastjóri Flensborgar og Arnar Dan Kristjánsson, leikari og fyrrverandi nemandi Flensborgar. Nemendur geta sent spurningar á #egkys á meðan pallborðsumræðum stendur. 

Skuggakosningarnar sjálfar verða svo haldnar fimmtudaginn 13. október frá kl. 9:00 – 16:00 þar sem fyrirkomulag er í takt við það sem fyrirfinnst á hefðbundnum kosningadegi. Settar verða upp kosningamiðstöðvar þar sem ungmenni kjósa í leynd. Með því að koma á þeim vana og skapa stemningu fyrir þátttöku í lýðræði frá ungum aldri, þá þróast hegðunin í ákveðið norm sem gæti leitt til langtíma lýðræðisþátttöku. Einnig er verkefnið til þess fallið að stuðla að auknum skilningi á lýðræði og mikilvægi lýðræðisþátttöku. Fyrirmynd skuggakosninga er að finna í módeli sem Norðmenn hafa nýtt sér frá 1989 gagngert til að virkja og kveikja áhuga ungmenna í framhaldsskólum til þátttöku í lýðræði. 

Ábendingagátt