Skýrsla um bættan námsárangur kynnt

Fréttir

Skólastofan ehf. kynnti skýrslu sína um bættan námsárangur í Hafnarfirði á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar í morgun.

Skólastofan ehf. kynnti í morgun skýrslu sína um bættan námsárangur í Hafnarfirði á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og starfsmaður Skólastofunnar, kynnti úttekt á skólastarfi bæjarins með áherslu á möguleika skólanna til að ná bættum námsárangri, sérstaklega með tilliti til læsis og stærðfræði.

Í skýrslunni eru kynntar ýmsar tillögur um mögulegar aðgerðir til að ná bættum árangri. Þá er það mat skýrsluhöfunda að læsisverkefnið sem þegar sé farið í gang fari mjög vel af stað og gefi jákvæðar vonir um frekari námsárangur nemenda í Hafnarfirði.

Nú sé komið að því að bæta stærðfræði við hjá stýrihópnum á Skólaskrifstofunni sem þegar heldur utan utan um læsisverkefnið. Það þurfi að veita skólunum frekari stuðning í því að bæta námsárangur hafnfirskra nemenda og það sé verkefnið áfram.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Ábendingagátt