Skýrsla um framtíðarnotkun Víðistaðatúns

Fréttir

Nýlega lauk starfshópur um framtíðarnotkun Víðistaðatúns störfum og skilaði af sér skýrslu um þau fjölmörgu tækifæri sem búa í Víðistaðatúnssvæðinu. Í skýrslunni er framkvæmdaáætlun til þriggja ára.  

Meðal helstu tillagna má nefna:

  • koma upp fleiri leiktækjum
  • setja upp grillaðstöðu fyrir hópa og fjölga þar bekkjum og borðum
  • afmarka svæði fyrir golf/mínígolf  sem stýrt verður frá Skátaheimilinu
  • lýsa upp sleðabrekkuna neðan við kirkjuna á veturna

Huga þarf að því að halda ákveðnum opnum svæðum óbreyttum til að nýta megi túnið til ýmissa viðburða og ef þörf verður á því að stækka tjaldsvæðið.  Þá er lagt til að skátarnir fái leyfi fyrir að setja upp  „skátaþrautabraut“ sem næst Skátaheimilinu. 

Taka í gegn skóginn sem þarna er, setja göngustíga með kurli, sígrænan gróður og koma fyrir bekkjum 

Flestar tillögur hópsins komu fram á íbúafundi sem fram fór í vor.  
Hér má sjá skýrsluna

Ábendingagátt