SMT-skólafærni í grunnskólum Hafnarfjarðar

Fréttir

SMT-skólafærni er aðferðafræði til að vinna að góðum skólabrag í því að notast við jákvæðar aðferðir til að læra samskipti og hegða sér í skóla. 

SMT-skólafærni er aðferðafræði til að vinna að góðum skólabrag í því að notast við jákvæðar aðferðir til að læra samskipti og hegða sér í skóla. Dæmi um það er eftirfarandi frétt frá Öldutúnsskóla.

„Í Öldutúnsskóla vinnum við eftir SMT-skólafærni. Við þjálfum félagsfærni og veitum æskilegri hegðun aukna athygli með markvissu hrósi og umbunum. Við höfum skýr fyrirmæli að leiðarljósi og leggjum rækt við góð samskipti. Þannig skapast enn betra námsumhverfi fyrir bæði nemendur og kennara. Reglur skólans eru skýrar og sýnilegar þannig að bæði nemendur og kennarar vita mjög vel til hvers er ætlast. Skólareglurnar eru kenndar í upphafi hvorrar annar og rifjaðar upp eftir þörfum.

Nemendur í hverjum bekk skólans koma sér saman um sínar bekkjarreglur og hengja þær upp á áberandi stað í stofunni sinni.  Á myndinni sjáið þið bekkjarreglur sem krakkarnir í 5. J komu sér saman um.  Þau gerðu svo sjálfsmyndir sem þeir setja í kring um reglurnar, sem tákn um að þau ætli í sameiningu að virða þessar reglur.“


Ábendingagátt