Snjóbrettamót í miðbænum

Fréttir

Snjóbrettamóti SLARK verður haldið í annað
sinn á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar þann 7.mars kl. 13:30. Þar mun allt helsta
snjóbrettafólk landsins sýna listir sínar á handriðum, rörum og pöllum.

Snjóbrettamóti SLARK verður haldið í annað sinn á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar þann 7.mars kl. 13:30. Þar mun allt helsta snjóbrettafólk landsins sýna listir sínar á handriðum, rörum og pöllum.

Það verður að sjálfsögðu góð tónlist og rugluð stemning á mótinu þar sem að hljómsveitir og plötusnúðar munu halda uppi stemningu á meðan á mótinu stendur.

SLARK vonar að sem flestir geti komið og fylgst með þessum frábæra viðburði í miðbæ Hafnarfjarðar

Stuðningsaðilar mótsins eru Slark Clothing -Lenovo – Mohawks-Monster energy – Byko -Brim – Húsasmiðjan og síðast en ekki síst Hafnarfjarðarbær.

Ábendingagátt