Snjóhreinsun – staða mála

Fréttir

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hafa unnið látlaust við snjóhreinsun og mokstur frá kl. 2:30 aðfaranótt sunnudags. Allar strætóleiðir og stofngötur eru nú greiðfærar og er unnið að hreinsun í húsagötum. Mokstri á plönum hjá skólum og leikskólum er að mestu lokið og verður unnið að frekari hreinsun í dag og næstu daga. Íbúar eru vinsamlega beðnir um að moka frá sorptunnum sínum.

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hafa unnið látlaust við snjóhreinsun og mokstur frá kl. 2:30 aðfaranótt sunnudags. Allar strætóleiðir
og stofngötur eru nú greiðfærar og er unnið að hreinsun í húsagötum. Mokstri á plönum hjá skólum og leikskólum er að mestu lokið og verður unnið að frekari hreinsun í dag og næstu daga.

Reynt
verður að hreinsa göngustíga eins og hægt er en víða hefur það reynst mjög erfitt. Við þökkum íbúum og öðrum gestum innilega fyrir sýndan skilning. Færðin í bænum utan alfaraleiðar getur verið nokkuð erfið, ekki síst fyrir þá sem eru fótgangandi. Við biðjum því alla um að sýna mikla varkárni í umferðinni og hvetjum fólk til að fara að öllu með gát. 

Íbúar Hafnarfjarðarbæjar eru vinsamlegast beðnir um að moka leið að sorptunnum sínum þannig að hægt sé að losa tunnurnar á réttum tíma.

Upplýsingar um sorphirðu eftir hverfum er að finna HÉR

Upplýsingar um snjómokstur og forgangsleiðir er að finna HÉR

Ábendingagátt