Snyrtileikinn 2016 – tilnefningar

Fréttir

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 2. ágúst. 

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði. Veittar verða viðurkenningar fyrir snyrtilegustu eignina, fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegasta fyrirtækið. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku.

Nýverið samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að koma á að nýju fegrunarnefnd sem hefur m.a. það hlutverk að tilnefna eignir, garða og götur til viðurkenninga fyrir snyrtileika og ásýnd og þykja þannig skapa ákveðna fyrirmynd í þessum efnum, jafnt á íbúðarsvæðum sem atvinnusvæðum.  Með þessu vill Hafnarfjarðarbær vekja áhuga almennings á fegrun umhverfis innan bæjarins með því að beina athyglinni að þeim sem til fyrirmyndar teljast á vettvangi umhverfismála í Hafnarfirði og ættu þannig að vera öðrum hvatning til framkvæmda. Afar mikilvægt er að íbúar sem og fyrirtæki séu hvött áfram og verðlaunuð fyrir góða umgengni og snyrtilegt umhverfi. Val til viðurkenninga sumarið 2016 byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Viðurkenningar verða veittar við hátíðlega athöfn í Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg í ágúst. 

Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með þriðjudeginum 2. ágúst 2016.

Sendið okkur tilnefningu og viðeigandi upplýsingar á: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt