Snyrtileikinn 2020 – tilnefningar

Fréttir

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku.

Bentu á þann sem að þér þykir bestur!

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku.

Hver er til fyrirmyndar HEIMA í Hafnarfirði?

Með viðurkenningunum er verið að skapa ákveðna fyrirmynd í þessum efnum, jafnt á íbúðarsvæðum sem atvinnusvæðum. Með þessu vill Hafnarfjarðarbær vekja áhuga almennings á fegrun umhverfisins innan bæjarins með því að beina athyglinni að þeim sem til fyrirmyndar teljast á vettvangi umhverfismála í Hafnarfirði og ættu þannig að vera öðrum hvatning til framkvæmda.

Viðurkenningarhátíð verður haldin í ágúst

Afar mikilvægt er að íbúar sem og fyrirtæki séu hvött áfram og verðlaunuð fyrir góða umgengni og snyrtilegt umhverfi. Viðurkenningar verða veittar við hátíðlega athöfn í Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg í lok ágúst.

Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 19. ágúst 2020.
Sendið okkur tilnefningu á: berglindg@hafnarfjordur.is. Einnig er hægt að senda mynd og tilnefningu í gegnum ábendingagátt Hafnarfjarðarbæjar.   

Myndin hér fyrir ofan er tekin við afhendingu á viðurkenningum Snyrtileikans 2019.  

Ábendingagátt