Snyrtileikinn 2022 – bentu á þann sem að þér þykir bestur

Fréttir

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir meðal annars á innsendum tillögum og eru íbúar, gestir, starfsfólk fyrirtækja og stofnana í Hafnarfirði og aðrir áhugasamir hvattir til að benda á þann sem bestur þykir.

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, falleg tré,  götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir meðal annars á innsendum tillögum og eru íbúar, gestir, starfsfólk fyrirtækja og stofnana í Hafnarfirði og aðrir áhugasamir hvattir til að benda á þann sem bestur þykir. 

Frestur til tilnefninga er til og með 21. ágúst á netfangið: berglindg@hafnarfjordur.is eða í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins með mynd. 

5O5A0091Þessi hópur fékk viðurkenningar fyrir snyrtileika í lok sumars 2021. Krýsuvíkurkirkja fékk heiðursverðlaun Snyrtileikans.

Fólk og fyrirtæki til fyrirmyndar – viðurkenningar veittar í lok sumars 

Með viðurkenningunum er verið að skapa ákveðna fyrirmynd í snyrtileika og frágangi lóða og garða, jafnt á íbúðarsvæðum sem atvinnusvæðum. Með framkvæmdinni vill Hafnarfjarðarbær vekja áhuga almennings á fallegum trjám, fegrun umhverfis innan bæjarins og beina athyglinni að þeim sem til fyrirmyndar teljast á þessu sviði í Hafnarfirði og ættu þannig að vera öðrum hvatning til framkvæmda. Mikilvægt er að íbúar sem og fyrirtæki séu hvött áfram og verðlaunuð fyrir góða umgengni og snyrtilegt umhverfi. Heiðursverðlaun eru svo veitt þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hafa stóru hlutverki að gegna í hafnfirsku samfélagi. Karmelklaustrið, Krýsuvíkurkirkja, Kirkjugarðar Hafnarfjarðar, Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og Golfklúbburinn Keilir eru dæmi um stofnanir sem fengið hafa heiðursverðlaun Snyrtileikans hin síðustu ár. 

Viðurkenningar veittar í lok sumars

Viðurkenningar ársins 2022 verða veittar við hátíðlega athöfn í Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg í lok sumars. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 21. ágúst 2022. Tilnefningar má senda á netfangið: berglindg@hafnarfjordur.is eða í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins með mynd.

Þessi hafa fengið viðurkenningar fyrir snyrtileika og fegrun umhverfisins frá árinu 2016:

Ábendingagátt