Snyrtileikinn 2023 – Bentu á þann sem þér þykir bestur

Fréttir

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir meðal annars á innsendum tillögum og eru íbúar, gestir, starfsfólk fyrirtækja og stofnana í Hafnarfirði og aðrir áhugasamir hvattir til að benda á þann sem bestur þykir. Tilnefningar berist fyrir 25. ágúst, berglindg@hafnarfjordur.is eða ábendingagátt sveitarfélagsins.

Græn svæði hvetja til hreyfingar og útivistar og jákvæðra félagslegra samskipta

Það sama gildir um nærumhverfi okkar allt, fegurðin laðar til sín fólk og vekur upp hughrif og ánægju.  Að ganga um bæinn í góða veðrinu í sumar og njóta alls þess fallega sem hann hefur uppá að bjóða, hefur verið mörgum bæjarbúum innblástur því bærinn hefur aldrei verið eins fallegur og í ár, og bæjarbúar eiga stóran þátt í því.

Viðurkenningar fyrir flotta garða

Umhverfis- og framkvæmdaráð  hefur ákveðið að  veita viðurkenningar fyrir fallega garða, einnig fyrir falleg og snyrtileg hús í bænum, fallegar nýbyggingar eða götumyndir.  Fegurðin getur verið margvísleg og haft margar birtingarmyndir og þess vegna geta verkefni sem hafa glætt samfélagið okkar lífi eða ánægju, líka komið til greina. Gaman væri að fá fjölbreyttar tillögur því okkur finnst ekkert eins skemmtilegt og að veita viðurkenningar fyrir það sem gott er.  Þó að það sé liðið á sumarið og haustið á næsta leiti, eru garðarnir og umhverfið ekkert síður fallegt á þessum árstíma. 

Frestur til að senda inn tilnefningar til og með 25. ágúst

Val til viðurkenninga byggir meðal annars á innsendum tillögum og eru íbúar, gestir, starfsfólk fyrirtækja og stofnana í Hafnarfirði og aðrir áhugasamir hvattir til að benda á þann sem bestur þykir. Frestur til að senda inn tilnefningar er til og með 25. ágúst nk. á netfangið: berglindg@hafnarfjordur.is eða í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins með mynd. 

Viðurkenningar verða veittar við hátíðlega athöfn í lok sumars!

Ábendingagátt